Laskað stýri, léleg vél og lekur bátur Sigurður Páll Jónsson skrifar 19. apríl 2024 22:01 Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun