Laskað stýri, léleg vél og lekur bátur Sigurður Páll Jónsson skrifar 19. apríl 2024 22:01 Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar