Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:10 Mótmælendur segja eyjarnar komnar að þolmörkum og það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Vísir/EPA Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun.
Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent