Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk gestanna frá París. Það fyrra undir blálok fyrri hálfleiks og það seinna snemma í seinni hálfleik.
Kadidiatou Diani minnkaði muninn fyrir heimakonur Lyon á 80. mínútu. Melchie Dumornay jafnaði svo fimm mínútum síðar og á 86. mínútu skoraði Amel Majri sigurmarkið.
Þrjú mörk á aðeins sex mínútna kafla og gestirnir frá París voru algjörlega ráðþrota.
Fyrr í dag fór hinn undanúrslitaleikurinn fram þegar Chelsea vann sterkan 1-0 útisigur gegn Barcelona. Þau lið mætast næst 27. apríl.
PSG tekur svo á móti Lyon degi síðar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er leikmaður PSG en hefur verið í barneignaleyfi undanfarna mánuði.