„Rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 10:31 Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Getty/ Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í vikunni. Hann var orðaður við störf í Skandinavíu í vetur en er spenntari fyrir komandi verkefnum í Laugardalnum. Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira