„Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 07:24 Hlín Jóhannesdóttir, kvikmyndaframleiðandi, var algjörlega blaut á bakvið eyrun þegar hún sótti um starf hjá fyrirtæki sem sagðist vera upprennandi og ört vaxandi í kvikmyndaiðnaðinum. Það var um aldamótin og síðan þá hefur Hlín svo sannarlega skapað sér stórt nafn í geiranum. Heima og erlendis. Vísir/Vilhelm „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. „Hún verður sýnd á RÚV í haust og ég get lofað því að þeir sem fíluðu fyrstu seríuna verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa.“ Á dögunum sópaði til sín Edduverðlaununum kvikmyndin Á ferð með mömmu, sem Hlín er framleiðandi að en leikstjóri myndarinnar er Hilmar Oddsson og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Sem bæði fengu sitthvora Edduna fyrir leikara og leikkonu ársins í aðalhlutverkum. Hilmar fékk tvær Eddur fyrir leikstjórn og handrit kvikmyndarinnar en alls hlaut myndin níu Eddur af tíu tilnefningum. ,,Hilmar, Þröstur og ég erum einmitt í smá verkefni saman núna,“ segir Hlín íbyggin á svip. „Í þetta sinn kom ég mér í skrifteymið líka,“ bætir hún við og brosir. Stoltur hópur á Eddunni 2024 enda ekki nema von því kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur af tíu tilnefningum. Hlín framleiddi myndina en Hilmar Oddsson er handritahöfundur og leikstjóri og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Uppátækjasamur prakkari Fædd árið 1973 og alin meira og minna upp í Breiðholtinu, óraði Hlín aldrei fyrir því sjálf að kvikmyndageirinn myndi á endanum verða hennar vettvangur. „Það fannst mér lengi vel svo fjarlægt. Hélt þetta væri svo glamorous eitthvað,“ segir Hlín og hlær. Foreldrar Hlín, Jóhannes Finnur Skaftason heitinn og Hulda Björg Sigurðardóttir, störfuðu bæði sem lyfjafræðingar og í sex ár rak pabbi hennar apótekið í Ölfusi. „Ég verð eiginlega að koma því að vegna þess að mér leið rosalega vel í Hveragerði og eignaðist þar marga góða vini. Suma sem ég er enn í góðum tengslum við.“ Mamma Hlínar vildi hins vegar ekki búa fyrir austan lengur en í tvö ár og því varð úr að fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur og flutti þá aftur í sitt gamla hús í Breiðholti. Síðar tók Jóhannes við rekstri Reykjavíkurapóteks og rak það þar til það var lagt niður árið 1999. Hvarflaði það aldrei að þér að feta svipaðan veg og foreldrar þínir? „Nei aldrei,“ svarar Hlín og skellir upp úr. Nokkru síðar segir hún alvarlega. „Ég er reyndar ekkert viss um að mamma og pabbi hafi starfað við það sem þau dreymdi helst um að verða. Í raun var lyfjafræðin meira starf sem valið var af praktískum ástæðum.“ Sjálf velti hún því lengi fyrir sér að fara í grafíska hönnun en á endanum fór hún í mannfræði og síðar í hagnýta fjölmiðlun í Háskóla Íslands eins og fjölmiðlanámið hét þá. „Ég var mjög uppátækjasamt barn og þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Sumt gat jafnvel komið manni í vandræði. Eins og þegar ég fór með hóp af öðrum krökkum alla leið frá Bústaðavegi niður Grensásveginn til að heimsækja ömmusystur mína því hún átti alltaf svo mikið nammi,“ segir Hlín og hlær. Enda frænkan ekki einu sinni heima þegar hópinn bar að garði en foreldrarnir þá þegar í öngum sínum yfir því hvar börnin væru. „Ég veit að sumum foreldrum vinkvenna minna fannst ég nokkuð uppátækjasöm. En ég var bara með svo mikið hugmyndaflug. Að taka kött nágranna og setja í ól vegna þess að lengi langaði mig svo í hund var þó ekkert endilega að afla mér vinsælda,“ segir Hlín og ekki laust við að glitti í smá prakkarasvip. „Ég var samt alltaf ágætlega ábyrg, gekk lengst af í Ölduselskóla en eftir að við fluttum frá Hveragerði var ég samt ekki alveg að finna mig aftur í bænum. Ég endaði með að fara í MH en fór þó fyrst út til London og var þar aupair hjá frænku minni í hálft ár.“ Almennt er ljóst að æskuminningar Hlínar eru góðar, en Hlín á tvær yngri systur. „Mamma og pabbi voru eins ólík og hugsast getur. Ég hef í raun sjaldan vitað um ólíkari hjón. Þau áttu það samt sameiginlegt að njóta þess að vera úti í náttúrunni og það voru ófá skiptin þar sem okkur systrunum var komið fyrir í gula Bronco jeppanum og farið með okkur um allar koppagrundir og vegi,“ segir Hlín þegar hún rifjar upp tjaldútilegur fjölskyldunnar. Frelsið til athafna og ákvarðana hefur alltaf skipt hana máli enda segir Hlín að fyrir aðeins nokkrum dögum hafi hún og mamma hennar verið í samtali um gamla tíma. Og þá sagði mamma einmitt að hún sæi ekkert eftir því að hafa alið mig upp á þann hátt sem hún gerði. Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust,“ segir Hlín og hlær. Hlín var uppátækjasöm sem barn og vísar þar í mikið hugmyndarflug. Sumum foreldrum til mikillar armæðu. Hér er hún með Úlla hundinum sínum í Saga Film þar sem hún starfar í dag og er meðal annars að leggja lokahöndina á seríuna Ráðherrann 2 sem sýnd verður á RÚV í haust. Vísir/Vilhelm Hvað vill ég verða þegar ég verð stór? Eins og ungu fólki sæmir, kepptist Hlín við að verða fullorðin sem fyrst. Svona eins og gengur og gerist með fólk í kringum tvítugt. „Ég bjó reglulega hjá mömmu og pabba, alltaf af og til en þess á milli var markið sett á að flytja að heiman og vera fullorðin,“ segir Hlín og brosir. Hún segir eirðarleysi hafa verið nokkuð áberandi hjá henni. Einhvers konar rótleysi þar sem hún vissi ekki alveg í hvaða átt hún vildi fara í lífinu. „Ég var samt alltaf ákveðin í því að fara í háskólann. Spurningin var bara í hvað? Pabbi stakk eitt sinn upp á sálfræði en ég endaði með að fara í mannfræði, sem mér fannst mjög heillandi,“ segir Hlín og úr verður smá samtal um hvernig mannfræðin hefur í raun haft einhverja aðkomu að starfsferli Hlín alla tíð. Enda snúast kvikmyndir jú um fólk og samfélög fyrst og fremst. „Hið mannlega hefur alltaf verið mér mjög hugleikið og mannfræðin átti því mjög vel við mig. Lokaverkefnið mitt var tengt myndrænni mannfræði og í raun hefur mannfræðin að vissu leyti verið rauður þráður í öllu sem ég hef gert.“ Hlín útskrifaðist með BA árið 1997 en hélt ekki áfram í hagnýta fjölmiðlun strax. „Í átján mánuði starfaði ég síðan í skjalahaldi hjá Lloyd‘s Register & Shipping sem er skipaskoðunar- og vottunarfélag. Það var gríðarleg reynsla fyrir mig og í raun erfið. Því þarna þurfti allt að vera svo nákvæmt, svo mikill agi og mikið skipulag. Sem fyrir manneskju eins og mig var ekki auðvelt en mikið rosalega var þetta dýrmæt reynsla og ég stórefa að ég hefði lært það í nokkru námi, allt sem ég lærði þegar ég vann þarna.“ Upphaflega skráði Hlín sig á náttúrufræðibraut í MH. Sem hún áttaði sig fljótt á að átti ekki við hana. Breytti og færði sig yfir á málabraut. Eftir mannfræðina og starfsreynsluna hjá Lloyd‘s Register & Shipping, vann Hlín um tíma hjá Fróða, keyrði meðal annars út tímaritið Séð & heyrt sem vægast sagt naut mikilla vinsælda um tíma. „Ég vann síðan við greinaskrif um tíma í Mannlíf þegar Gerður Kristný var þar ritstjóri.“ Það getur reynt á að framleiða kvikmynd og þó er eftirspurnin eftir góðu efni gífurleg og fer vaxandi. Fyrsta áskorunin felst í að fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands sem oftar en ekki er upphafskrefið að því að fjármögnun næst fyrir verkefnið. Djúpa laugin: Kvikmyndageirinn Hlín býr í dag í smáíbúðahverfinu með tveimur börnum sínum, dóttur sem fæddist árið 2006 og syni sem fæddist árið 2009. Horfandi til baka segir Hlín það hafa skipt sköpum hversu gott bakland hún hafði heima fyrir. Ekki síst hjá tengdaforeldrum sínum. „Ég get ekki látið það vera að tala um fyrrverandi tengdaforeldra mína því þau tóku að sér það hlutverk að vera eiginlega annað sett af foreldrum, alltaf til staðar. Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað gert allt sem ég hef þó gert ef þeirra hefði ekki notið við og það á auðvitað við um baklandið og skilninginn almennt heima fyrir,“ segir Hlín en til að setja afrekaskránna hennar aðeins í samhengi má líta á eftirfarandi brot úr framleiðslulistanum hennar: Sem aðalframleiðandi hefur Hlín framleitt meðal annars: Á ferð með mömmu, Tilverur, The Rock of Ages, Skjálfti, Svanurinn, Gauragangur og fleiri. Sem samframleiðandi Svartur á leik og Eldfjall. Við framleiðslustjórn Brim, The good heart, Gargandi snilld og sem meðframleiðandi hefur Hlín komið að ýmsum erlendum kvikmyndum. „Já það er rétt, þetta er í rauninni ekkert svo stór heimur svona þegar maður er kominn inn í hann, að minnsta kosti í samanburði við það sem maður kannski hélt einu sinni,“ segir Hlín aðspurð um það hvort kvikmyndageirinn sé á endanum kannski tengslanet þar sem flestir þekkja nöfn allra. „Að minnsta kosti í Evrópu,“ bætir hún við. Hlín segir Edduna hina innlendu uppskeruhátíð, eins og Óskarinn er erlendis. Síðan teljist til kvikmyndahátíðir sem eru alþjóðlegar keppnir þar sem landamæri skipta ekki máli. Eins og til dæmis kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Berlín, Feneyjum og Tallinn. „Þetta eru svona fimmtán hátíðir allt í allt sem skipta miklu máli og allar tilnefningar telja að einhverju leyti,“ segir Hlín og útskýrir: Ég held til dæmis að þegar fólk sér fullt af krönsum á forsíðum kvikmynda, þá sé það strax eitthvað sem hefur áhrif á að fólk horfir kannski frekar á myndina en ella. Sem er auðvitað höfuðmálið því kvikmyndaframleiðsla gengur í rauninni út á að framleiða efni sem fólk hefur áhuga á að sjá.“ Ótrúlega margt hefur þó breyst í geiranum frá því að Hlín byrjaði fyrst. Sem var um aldamótin. „Þegar ég byrjaði vorum við enn að nota faxtæki þótt þau væru við það að detta út. En fyrsta áratuginn unnum við með filmur, sem var gífurlega mikill prósess og langur.“ Það var hjá fyrirtækinu Zik Zak sem Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Fr. Malmquist stofnuðu. Hlín svaraði auglýsingu um 50% starf hjá þessu upprennandi fyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. „En auðvitað var þetta ekkert 50% starf! Við vorum að vinna allan sólahringinn,“ segir hún og skellihlær. Svo sannarlega segir Hlín að starfið hjá Zik Zak hafi þýtt að hún hafi stokkið ofan í djúpu laugina. „Zik Zak var í rauninni stóri skólinn minn í faginu, ég var algjörlega blaut á bakvið eyrun en það að hafa unnið með þeim og verið í hringiðunni í geiranum á þessum árum sem hafa breytt svo miklu. Ekki bara tæknin heldur í rauninni allt annað líka,“ segir Hlín og talið berst að stórum dreifiveitum eins og Netflix og fleiri. „Í dag snýst allt um að vera með góða söluaðila til að fylgja eftir sölu og dreifingu mynda og sá tími getur verið alllangur eftir að kvikmynd er fyrst sýnd á tjaldinu. Stóra málið er þó að fá græna ljósið hjá góðum stofnunum eins og Kvikmyndamiðstöð Íslands, það má segja að það að fá fyrsta styrkinn hjá þeim geri manni kleift að klára fjármögnunina,“ segir Hlín en bætir líka við að endurgreiðslukerfið hafi mjög mikið að segja. Hlín segir að þótt tæknin hafi vissulega breyst mikið frá því að myndir voru unnar með filmu, þýði það alls ekki að framleiðsla í dag sé ódýrari en áður. „Alls ekki. Því í raun hafa gæðin breyst líka og í dag gerir fólk einfaldlega miklar kröfur um gæði efnis sem það horfir á.“ Eddan er hin innlenda uppskeruhátíð kvikmyndageirans en eins skipta miklu máli alþjóðlegar kvikmyndahátíðir þar sem tilnefningar og verðlaun skipta miklu máli: Fyrir frekari sölu og dreifingu og fyrir meira áhorf. Hlín segir mikilvægt að stuðla að betra rekstrarumhverfi fyrir kvikmyndaframleiðslu, ljóst sé að fólk vill meira og meira. Ástríðan og áhætta Hlín segir varla þorandi að nefna sérstaklega einhver dæmi um leikstjóra eða verkefni sem hún hefur unnið að. Hættan sé sú að einhverjir gleymist sem alls ekki megi gerast því á þessum tæpum aldarfjórðungi sem hún hefur starfað í geiranum, hefur gróskan verið svo ótrúlega mikil. „Nýir og spennandi leikstjórar sem raka inn verðlaunum, ótrúlega flottir og mér finnst algjör lúxus að hafa fengið að kynnast svona mörgum. Þetta er ótrúlega gaman þótt þetta sé á köflum erfitt og krefjandi. Og auðvitað geiri þar sem teknar eru fjárhagslegar áhættur,“ segir Hlín og bætir við lýsingarorðinu „shaky“ á ensku, til undirstrikunar á því hvernig bransinn verður að teljast. Eftir um tíu ár hjá Zik Zak ákvað hún þó að demba sér enn meira í sjálfstæð verkefni. Þótt það þýddi þó nokkra áhættu. „Allt einhvern veginn á sinn tíma og maður bara finnur það þegar tíminn er kominn. Það hefur alltaf skipt mig miklu máli að vera sjálfstæð og geta gert hlutina án þess að spyrja þennan og hinn um leyfi og svo framvegis. Ætli það hafi því ekki haft einhver áhrif líka þessi þörf að vilja ráða mér sjálf,“ svarar Hlín aðspurð um það hvað kom til að hún fór í sjálfstæðan framleiðslurekstur. Hlín stofnaði til dæmis Vintage Pictures með Birgittu Björnsdóttur sem Birgitta á og rekur enn. Síðan fór hún í rekstur með Vilborgu Einarsdóttur en þær stofnuðu saman Ursus Parvus sem Hlín á og rekur í dag sem kvikmyndafyrirtæki „Það má segja að Vilborg hafi verið stór partur af mínu lífi frá því að ég hitti hana fyrst árið 2004,“ segir Hlín og bætir við: „Enda er hún mikill hugmyndasmiður, stórhuga kjarnorkukona sem fær hugmyndir sem alltaf margfaldast í stærð. Norðurslóðaævintýrin mín á ég flest með henni, eins og til dæmis Nordisk Ljus sem var menningarviðburður Norðurlandanna árið 2014, risavaxið verkefni og magnað.“ Hlín skýrir geirann þó þannig út að hann sé að upplagi verkefnadrifinn verktakageiri. „Það þarf að laga þetta rekstrarumhverfi sem framleiðslugeirinn er því það er eiginlega of erfitt fjárhagslega að vera í framleiðslu hvað varðar öryggi og afkomu,“ segir Hlín en tekur þó fram að það sé ágætt að fara kannski ekkert of langt í þá sálma. „Því þá myndi ég tala bara um það í allan dag.“ Hún segist sjálf aldrei hafa verið viðloðandi auglýsingageirann en það sé til dæmis staðreynd að sá geiri sé ekki nálægt því eins stór og hann eitt sinn var og þar af leiðandi alls ekki tekjulind fyrir framleiðslufyrirtæki að stóla á. „Þetta er bara allt annar heimur í dag en var,“ segir Hlín og vísar í raun til alls: Tæknibreytinga, þekkingar, menntunar, dreifingar og svo framvegis. „Það er til dæmis alveg ótrúlega magnað hvað Kvikmyndaskóli Íslands hefur haft mikið að segja. Það hafa svo margir komið þaðan sem eru að gera góða hluti. Sumir sem fara að starfa beint í geiranum og sumir sem fara erlendis í frekara nám,“ segir Hlín en þess má geta að Hlín sinnir nú rektorstöðu skólans og mun gera það á meðan skólinn bíður eftir kandídat til framtíðar. Hlín segir það þó sorglegt að skólinn glími við fjársvelti á sama tíma og ásókn í gott efni er svona mikil. Vöxturinn í geiranum er gífurlegur en eftirspurnin er líka til staðar. Og þannig verður þetta áfram, fólk vill bara meira og meira og meira,“ segir Hlín og umræðurnar leiðast inn í þann part afþreyingarheimsins þar sem sjónvarpsstöðvarnar eru margar með mikið af efni og til viðbótar mikil flóra stórra dreifiveitna eins og Netflix, Disney+, Amazon, HBO og svo framvegis. „Kvikmyndahúsin skipta okkur þó enn miklu máli. Að byrja sýningar á myndum þar er enn það sem við í geiranum helst stefnum að. Bíó Paradís á líka mikinn heiður af því að hafa opnað dyrnar fyrir sýningum á mörgum myndum sem annars hefðu kannski ekki komist á hvíta tjaldið í kvikmyndahúsum.“ Hlín segir ástríðu í raun það sem bjargar kvikmyndageiranum því hverju verkefni fylgi fjárhagsleg áhætta og oft séu Nei-in mörg. Að hafa ástríðu fyrir því að framleiða gott efni sem hreyfir við fólki og breytir jafnvel lífi þess er hins vegar það sem drífur kvikmyndaframleiðandann áfram.Vísir/Vilhelm En hvað ætli þurfi til að ná þessum árangri í kvikmyndageiranum eða að halda úti þessari þrautseigju sem harður bransi kallar á? „Ég myndi segja að það sé ástríða. Ætli hún skipti ekki mestu máli. Þessi þörf til að vera að vinna að einhverju verkefni sem maður einfaldlega upplifir þannig að maður VERÐI að geta sýnt þetta á tjaldi. Og auðvitað þarf maður eflaust líka að vera pínulítið áhættusækinn, annað er ekki hægt í þessum bransa,“ segir Hlín og bætir við: Mantran mín er að framleiða efni sem skilar því til áhorfenda að sagan hreyfir við þeim, breytir jafnvel lífi sumra. Þegar maður er með verkefni í höndunum sem maður veit að mun snerta marga, þýðir ekkert að hengja haus og bugast þótt maður fái Nei. Því Nei-in í þessum bransa eru mörg en ástríðan síðan það sem bjargar faginu.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Starfsframi Menning Tengdar fréttir „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Hún verður sýnd á RÚV í haust og ég get lofað því að þeir sem fíluðu fyrstu seríuna verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa.“ Á dögunum sópaði til sín Edduverðlaununum kvikmyndin Á ferð með mömmu, sem Hlín er framleiðandi að en leikstjóri myndarinnar er Hilmar Oddsson og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Sem bæði fengu sitthvora Edduna fyrir leikara og leikkonu ársins í aðalhlutverkum. Hilmar fékk tvær Eddur fyrir leikstjórn og handrit kvikmyndarinnar en alls hlaut myndin níu Eddur af tíu tilnefningum. ,,Hilmar, Þröstur og ég erum einmitt í smá verkefni saman núna,“ segir Hlín íbyggin á svip. „Í þetta sinn kom ég mér í skrifteymið líka,“ bætir hún við og brosir. Stoltur hópur á Eddunni 2024 enda ekki nema von því kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur af tíu tilnefningum. Hlín framleiddi myndina en Hilmar Oddsson er handritahöfundur og leikstjóri og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Uppátækjasamur prakkari Fædd árið 1973 og alin meira og minna upp í Breiðholtinu, óraði Hlín aldrei fyrir því sjálf að kvikmyndageirinn myndi á endanum verða hennar vettvangur. „Það fannst mér lengi vel svo fjarlægt. Hélt þetta væri svo glamorous eitthvað,“ segir Hlín og hlær. Foreldrar Hlín, Jóhannes Finnur Skaftason heitinn og Hulda Björg Sigurðardóttir, störfuðu bæði sem lyfjafræðingar og í sex ár rak pabbi hennar apótekið í Ölfusi. „Ég verð eiginlega að koma því að vegna þess að mér leið rosalega vel í Hveragerði og eignaðist þar marga góða vini. Suma sem ég er enn í góðum tengslum við.“ Mamma Hlínar vildi hins vegar ekki búa fyrir austan lengur en í tvö ár og því varð úr að fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur og flutti þá aftur í sitt gamla hús í Breiðholti. Síðar tók Jóhannes við rekstri Reykjavíkurapóteks og rak það þar til það var lagt niður árið 1999. Hvarflaði það aldrei að þér að feta svipaðan veg og foreldrar þínir? „Nei aldrei,“ svarar Hlín og skellir upp úr. Nokkru síðar segir hún alvarlega. „Ég er reyndar ekkert viss um að mamma og pabbi hafi starfað við það sem þau dreymdi helst um að verða. Í raun var lyfjafræðin meira starf sem valið var af praktískum ástæðum.“ Sjálf velti hún því lengi fyrir sér að fara í grafíska hönnun en á endanum fór hún í mannfræði og síðar í hagnýta fjölmiðlun í Háskóla Íslands eins og fjölmiðlanámið hét þá. „Ég var mjög uppátækjasamt barn og þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Sumt gat jafnvel komið manni í vandræði. Eins og þegar ég fór með hóp af öðrum krökkum alla leið frá Bústaðavegi niður Grensásveginn til að heimsækja ömmusystur mína því hún átti alltaf svo mikið nammi,“ segir Hlín og hlær. Enda frænkan ekki einu sinni heima þegar hópinn bar að garði en foreldrarnir þá þegar í öngum sínum yfir því hvar börnin væru. „Ég veit að sumum foreldrum vinkvenna minna fannst ég nokkuð uppátækjasöm. En ég var bara með svo mikið hugmyndaflug. Að taka kött nágranna og setja í ól vegna þess að lengi langaði mig svo í hund var þó ekkert endilega að afla mér vinsælda,“ segir Hlín og ekki laust við að glitti í smá prakkarasvip. „Ég var samt alltaf ágætlega ábyrg, gekk lengst af í Ölduselskóla en eftir að við fluttum frá Hveragerði var ég samt ekki alveg að finna mig aftur í bænum. Ég endaði með að fara í MH en fór þó fyrst út til London og var þar aupair hjá frænku minni í hálft ár.“ Almennt er ljóst að æskuminningar Hlínar eru góðar, en Hlín á tvær yngri systur. „Mamma og pabbi voru eins ólík og hugsast getur. Ég hef í raun sjaldan vitað um ólíkari hjón. Þau áttu það samt sameiginlegt að njóta þess að vera úti í náttúrunni og það voru ófá skiptin þar sem okkur systrunum var komið fyrir í gula Bronco jeppanum og farið með okkur um allar koppagrundir og vegi,“ segir Hlín þegar hún rifjar upp tjaldútilegur fjölskyldunnar. Frelsið til athafna og ákvarðana hefur alltaf skipt hana máli enda segir Hlín að fyrir aðeins nokkrum dögum hafi hún og mamma hennar verið í samtali um gamla tíma. Og þá sagði mamma einmitt að hún sæi ekkert eftir því að hafa alið mig upp á þann hátt sem hún gerði. Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust,“ segir Hlín og hlær. Hlín var uppátækjasöm sem barn og vísar þar í mikið hugmyndarflug. Sumum foreldrum til mikillar armæðu. Hér er hún með Úlla hundinum sínum í Saga Film þar sem hún starfar í dag og er meðal annars að leggja lokahöndina á seríuna Ráðherrann 2 sem sýnd verður á RÚV í haust. Vísir/Vilhelm Hvað vill ég verða þegar ég verð stór? Eins og ungu fólki sæmir, kepptist Hlín við að verða fullorðin sem fyrst. Svona eins og gengur og gerist með fólk í kringum tvítugt. „Ég bjó reglulega hjá mömmu og pabba, alltaf af og til en þess á milli var markið sett á að flytja að heiman og vera fullorðin,“ segir Hlín og brosir. Hún segir eirðarleysi hafa verið nokkuð áberandi hjá henni. Einhvers konar rótleysi þar sem hún vissi ekki alveg í hvaða átt hún vildi fara í lífinu. „Ég var samt alltaf ákveðin í því að fara í háskólann. Spurningin var bara í hvað? Pabbi stakk eitt sinn upp á sálfræði en ég endaði með að fara í mannfræði, sem mér fannst mjög heillandi,“ segir Hlín og úr verður smá samtal um hvernig mannfræðin hefur í raun haft einhverja aðkomu að starfsferli Hlín alla tíð. Enda snúast kvikmyndir jú um fólk og samfélög fyrst og fremst. „Hið mannlega hefur alltaf verið mér mjög hugleikið og mannfræðin átti því mjög vel við mig. Lokaverkefnið mitt var tengt myndrænni mannfræði og í raun hefur mannfræðin að vissu leyti verið rauður þráður í öllu sem ég hef gert.“ Hlín útskrifaðist með BA árið 1997 en hélt ekki áfram í hagnýta fjölmiðlun strax. „Í átján mánuði starfaði ég síðan í skjalahaldi hjá Lloyd‘s Register & Shipping sem er skipaskoðunar- og vottunarfélag. Það var gríðarleg reynsla fyrir mig og í raun erfið. Því þarna þurfti allt að vera svo nákvæmt, svo mikill agi og mikið skipulag. Sem fyrir manneskju eins og mig var ekki auðvelt en mikið rosalega var þetta dýrmæt reynsla og ég stórefa að ég hefði lært það í nokkru námi, allt sem ég lærði þegar ég vann þarna.“ Upphaflega skráði Hlín sig á náttúrufræðibraut í MH. Sem hún áttaði sig fljótt á að átti ekki við hana. Breytti og færði sig yfir á málabraut. Eftir mannfræðina og starfsreynsluna hjá Lloyd‘s Register & Shipping, vann Hlín um tíma hjá Fróða, keyrði meðal annars út tímaritið Séð & heyrt sem vægast sagt naut mikilla vinsælda um tíma. „Ég vann síðan við greinaskrif um tíma í Mannlíf þegar Gerður Kristný var þar ritstjóri.“ Það getur reynt á að framleiða kvikmynd og þó er eftirspurnin eftir góðu efni gífurleg og fer vaxandi. Fyrsta áskorunin felst í að fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands sem oftar en ekki er upphafskrefið að því að fjármögnun næst fyrir verkefnið. Djúpa laugin: Kvikmyndageirinn Hlín býr í dag í smáíbúðahverfinu með tveimur börnum sínum, dóttur sem fæddist árið 2006 og syni sem fæddist árið 2009. Horfandi til baka segir Hlín það hafa skipt sköpum hversu gott bakland hún hafði heima fyrir. Ekki síst hjá tengdaforeldrum sínum. „Ég get ekki látið það vera að tala um fyrrverandi tengdaforeldra mína því þau tóku að sér það hlutverk að vera eiginlega annað sett af foreldrum, alltaf til staðar. Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað gert allt sem ég hef þó gert ef þeirra hefði ekki notið við og það á auðvitað við um baklandið og skilninginn almennt heima fyrir,“ segir Hlín en til að setja afrekaskránna hennar aðeins í samhengi má líta á eftirfarandi brot úr framleiðslulistanum hennar: Sem aðalframleiðandi hefur Hlín framleitt meðal annars: Á ferð með mömmu, Tilverur, The Rock of Ages, Skjálfti, Svanurinn, Gauragangur og fleiri. Sem samframleiðandi Svartur á leik og Eldfjall. Við framleiðslustjórn Brim, The good heart, Gargandi snilld og sem meðframleiðandi hefur Hlín komið að ýmsum erlendum kvikmyndum. „Já það er rétt, þetta er í rauninni ekkert svo stór heimur svona þegar maður er kominn inn í hann, að minnsta kosti í samanburði við það sem maður kannski hélt einu sinni,“ segir Hlín aðspurð um það hvort kvikmyndageirinn sé á endanum kannski tengslanet þar sem flestir þekkja nöfn allra. „Að minnsta kosti í Evrópu,“ bætir hún við. Hlín segir Edduna hina innlendu uppskeruhátíð, eins og Óskarinn er erlendis. Síðan teljist til kvikmyndahátíðir sem eru alþjóðlegar keppnir þar sem landamæri skipta ekki máli. Eins og til dæmis kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Berlín, Feneyjum og Tallinn. „Þetta eru svona fimmtán hátíðir allt í allt sem skipta miklu máli og allar tilnefningar telja að einhverju leyti,“ segir Hlín og útskýrir: Ég held til dæmis að þegar fólk sér fullt af krönsum á forsíðum kvikmynda, þá sé það strax eitthvað sem hefur áhrif á að fólk horfir kannski frekar á myndina en ella. Sem er auðvitað höfuðmálið því kvikmyndaframleiðsla gengur í rauninni út á að framleiða efni sem fólk hefur áhuga á að sjá.“ Ótrúlega margt hefur þó breyst í geiranum frá því að Hlín byrjaði fyrst. Sem var um aldamótin. „Þegar ég byrjaði vorum við enn að nota faxtæki þótt þau væru við það að detta út. En fyrsta áratuginn unnum við með filmur, sem var gífurlega mikill prósess og langur.“ Það var hjá fyrirtækinu Zik Zak sem Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Fr. Malmquist stofnuðu. Hlín svaraði auglýsingu um 50% starf hjá þessu upprennandi fyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. „En auðvitað var þetta ekkert 50% starf! Við vorum að vinna allan sólahringinn,“ segir hún og skellihlær. Svo sannarlega segir Hlín að starfið hjá Zik Zak hafi þýtt að hún hafi stokkið ofan í djúpu laugina. „Zik Zak var í rauninni stóri skólinn minn í faginu, ég var algjörlega blaut á bakvið eyrun en það að hafa unnið með þeim og verið í hringiðunni í geiranum á þessum árum sem hafa breytt svo miklu. Ekki bara tæknin heldur í rauninni allt annað líka,“ segir Hlín og talið berst að stórum dreifiveitum eins og Netflix og fleiri. „Í dag snýst allt um að vera með góða söluaðila til að fylgja eftir sölu og dreifingu mynda og sá tími getur verið alllangur eftir að kvikmynd er fyrst sýnd á tjaldinu. Stóra málið er þó að fá græna ljósið hjá góðum stofnunum eins og Kvikmyndamiðstöð Íslands, það má segja að það að fá fyrsta styrkinn hjá þeim geri manni kleift að klára fjármögnunina,“ segir Hlín en bætir líka við að endurgreiðslukerfið hafi mjög mikið að segja. Hlín segir að þótt tæknin hafi vissulega breyst mikið frá því að myndir voru unnar með filmu, þýði það alls ekki að framleiðsla í dag sé ódýrari en áður. „Alls ekki. Því í raun hafa gæðin breyst líka og í dag gerir fólk einfaldlega miklar kröfur um gæði efnis sem það horfir á.“ Eddan er hin innlenda uppskeruhátíð kvikmyndageirans en eins skipta miklu máli alþjóðlegar kvikmyndahátíðir þar sem tilnefningar og verðlaun skipta miklu máli: Fyrir frekari sölu og dreifingu og fyrir meira áhorf. Hlín segir mikilvægt að stuðla að betra rekstrarumhverfi fyrir kvikmyndaframleiðslu, ljóst sé að fólk vill meira og meira. Ástríðan og áhætta Hlín segir varla þorandi að nefna sérstaklega einhver dæmi um leikstjóra eða verkefni sem hún hefur unnið að. Hættan sé sú að einhverjir gleymist sem alls ekki megi gerast því á þessum tæpum aldarfjórðungi sem hún hefur starfað í geiranum, hefur gróskan verið svo ótrúlega mikil. „Nýir og spennandi leikstjórar sem raka inn verðlaunum, ótrúlega flottir og mér finnst algjör lúxus að hafa fengið að kynnast svona mörgum. Þetta er ótrúlega gaman þótt þetta sé á köflum erfitt og krefjandi. Og auðvitað geiri þar sem teknar eru fjárhagslegar áhættur,“ segir Hlín og bætir við lýsingarorðinu „shaky“ á ensku, til undirstrikunar á því hvernig bransinn verður að teljast. Eftir um tíu ár hjá Zik Zak ákvað hún þó að demba sér enn meira í sjálfstæð verkefni. Þótt það þýddi þó nokkra áhættu. „Allt einhvern veginn á sinn tíma og maður bara finnur það þegar tíminn er kominn. Það hefur alltaf skipt mig miklu máli að vera sjálfstæð og geta gert hlutina án þess að spyrja þennan og hinn um leyfi og svo framvegis. Ætli það hafi því ekki haft einhver áhrif líka þessi þörf að vilja ráða mér sjálf,“ svarar Hlín aðspurð um það hvað kom til að hún fór í sjálfstæðan framleiðslurekstur. Hlín stofnaði til dæmis Vintage Pictures með Birgittu Björnsdóttur sem Birgitta á og rekur enn. Síðan fór hún í rekstur með Vilborgu Einarsdóttur en þær stofnuðu saman Ursus Parvus sem Hlín á og rekur í dag sem kvikmyndafyrirtæki „Það má segja að Vilborg hafi verið stór partur af mínu lífi frá því að ég hitti hana fyrst árið 2004,“ segir Hlín og bætir við: „Enda er hún mikill hugmyndasmiður, stórhuga kjarnorkukona sem fær hugmyndir sem alltaf margfaldast í stærð. Norðurslóðaævintýrin mín á ég flest með henni, eins og til dæmis Nordisk Ljus sem var menningarviðburður Norðurlandanna árið 2014, risavaxið verkefni og magnað.“ Hlín skýrir geirann þó þannig út að hann sé að upplagi verkefnadrifinn verktakageiri. „Það þarf að laga þetta rekstrarumhverfi sem framleiðslugeirinn er því það er eiginlega of erfitt fjárhagslega að vera í framleiðslu hvað varðar öryggi og afkomu,“ segir Hlín en tekur þó fram að það sé ágætt að fara kannski ekkert of langt í þá sálma. „Því þá myndi ég tala bara um það í allan dag.“ Hún segist sjálf aldrei hafa verið viðloðandi auglýsingageirann en það sé til dæmis staðreynd að sá geiri sé ekki nálægt því eins stór og hann eitt sinn var og þar af leiðandi alls ekki tekjulind fyrir framleiðslufyrirtæki að stóla á. „Þetta er bara allt annar heimur í dag en var,“ segir Hlín og vísar í raun til alls: Tæknibreytinga, þekkingar, menntunar, dreifingar og svo framvegis. „Það er til dæmis alveg ótrúlega magnað hvað Kvikmyndaskóli Íslands hefur haft mikið að segja. Það hafa svo margir komið þaðan sem eru að gera góða hluti. Sumir sem fara að starfa beint í geiranum og sumir sem fara erlendis í frekara nám,“ segir Hlín en þess má geta að Hlín sinnir nú rektorstöðu skólans og mun gera það á meðan skólinn bíður eftir kandídat til framtíðar. Hlín segir það þó sorglegt að skólinn glími við fjársvelti á sama tíma og ásókn í gott efni er svona mikil. Vöxturinn í geiranum er gífurlegur en eftirspurnin er líka til staðar. Og þannig verður þetta áfram, fólk vill bara meira og meira og meira,“ segir Hlín og umræðurnar leiðast inn í þann part afþreyingarheimsins þar sem sjónvarpsstöðvarnar eru margar með mikið af efni og til viðbótar mikil flóra stórra dreifiveitna eins og Netflix, Disney+, Amazon, HBO og svo framvegis. „Kvikmyndahúsin skipta okkur þó enn miklu máli. Að byrja sýningar á myndum þar er enn það sem við í geiranum helst stefnum að. Bíó Paradís á líka mikinn heiður af því að hafa opnað dyrnar fyrir sýningum á mörgum myndum sem annars hefðu kannski ekki komist á hvíta tjaldið í kvikmyndahúsum.“ Hlín segir ástríðu í raun það sem bjargar kvikmyndageiranum því hverju verkefni fylgi fjárhagsleg áhætta og oft séu Nei-in mörg. Að hafa ástríðu fyrir því að framleiða gott efni sem hreyfir við fólki og breytir jafnvel lífi þess er hins vegar það sem drífur kvikmyndaframleiðandann áfram.Vísir/Vilhelm En hvað ætli þurfi til að ná þessum árangri í kvikmyndageiranum eða að halda úti þessari þrautseigju sem harður bransi kallar á? „Ég myndi segja að það sé ástríða. Ætli hún skipti ekki mestu máli. Þessi þörf til að vera að vinna að einhverju verkefni sem maður einfaldlega upplifir þannig að maður VERÐI að geta sýnt þetta á tjaldi. Og auðvitað þarf maður eflaust líka að vera pínulítið áhættusækinn, annað er ekki hægt í þessum bransa,“ segir Hlín og bætir við: Mantran mín er að framleiða efni sem skilar því til áhorfenda að sagan hreyfir við þeim, breytir jafnvel lífi sumra. Þegar maður er með verkefni í höndunum sem maður veit að mun snerta marga, þýðir ekkert að hengja haus og bugast þótt maður fái Nei. Því Nei-in í þessum bransa eru mörg en ástríðan síðan það sem bjargar faginu.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Starfsframi Menning Tengdar fréttir „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00