Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:46 Slík mál hafa einnig komið upp á Íslandi. Getty Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook.
Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59