„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:48 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/diego Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. „Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
„Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira