Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 09:10 Rússar hafa greint frá því að þeir hafi komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Getty Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14