Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 11:55 Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands í áratug. Hann hefur gert hindúska þjóðernishyggju að ríkjandi hugmyndafræði í landinu á kostað ýmissa minnihlutahópa, sérstaklega múslima. AP/Rajesh Kumar Singh Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum. Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58