„Kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan var“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 12:00 David Moyes var vægast sagt ósáttur við Hamrana sína í gær. getty/Rob Newell David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, skammaðist sín og gagnrýndi leikmenn liðsins eftir tapið stóra fyrir Crystal Palace, 5-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira
West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira