Inter Ítalíumeistari eftir sigur á nágrönnum sínum í AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2024 21:00 Markinu sem tryggði sigurinn og í raun titilinn fagnað. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Inter tryggja sér titilinn en liðin eru í 1. og 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Spennustigið var því nokkuð hátt og en Inter hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni og kom varnarmaðurinn Francesco Acerbi þeim yfir á 18. mínútu eftir undirbúning Benjamin Pavard. Nel posto giusto al momento giusto #MilanInter 0-1 pic.twitter.com/yr4pgd5eGD— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik en á sama tíma fóru þrjú gul spjöld á loft. Mörkunum og spjöldunum átti eftir að fjölga í síðari hálfleik. Marcus Thuram bætti öðru marki Inter við strax í upphafi síðari hálfleiks og Inter farið að kæla kampavínið. @MarcusThuram #MilanInter pic.twitter.com/ZiW1UtHv1S— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Fikayo Tomori minnkaði muninn á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir að Yann Sommer hafði varið skot í stöngina. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem allt sauð upp úr. Simone Inzaghi, þjálfari, Inter fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Tveir leikmenn AC Milan fengu svo gul spjöld áður en þrjú rauð spjöld fóru á loft eftir hálfgerð hópslagsmál þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Það sauð upp úr.Marco Luzzani/Getty Images Denzel Dumfries sá rautt í liði Inter á meðan Theo Hernandez og Davide Calabria sáu rautt í liði AC Milan. Mood: CAMPIONI #MilanInter | @Inter pic.twitter.com/bahv6PqewQ— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Það breytti því ekki að leiknum lauk með 2-1 sigri Inter sem er orðið Ítalíumeistari í 20. skipti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Inter tryggja sér titilinn en liðin eru í 1. og 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Spennustigið var því nokkuð hátt og en Inter hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni og kom varnarmaðurinn Francesco Acerbi þeim yfir á 18. mínútu eftir undirbúning Benjamin Pavard. Nel posto giusto al momento giusto #MilanInter 0-1 pic.twitter.com/yr4pgd5eGD— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik en á sama tíma fóru þrjú gul spjöld á loft. Mörkunum og spjöldunum átti eftir að fjölga í síðari hálfleik. Marcus Thuram bætti öðru marki Inter við strax í upphafi síðari hálfleiks og Inter farið að kæla kampavínið. @MarcusThuram #MilanInter pic.twitter.com/ZiW1UtHv1S— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Fikayo Tomori minnkaði muninn á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir að Yann Sommer hafði varið skot í stöngina. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem allt sauð upp úr. Simone Inzaghi, þjálfari, Inter fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Tveir leikmenn AC Milan fengu svo gul spjöld áður en þrjú rauð spjöld fóru á loft eftir hálfgerð hópslagsmál þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Það sauð upp úr.Marco Luzzani/Getty Images Denzel Dumfries sá rautt í liði Inter á meðan Theo Hernandez og Davide Calabria sáu rautt í liði AC Milan. Mood: CAMPIONI #MilanInter | @Inter pic.twitter.com/bahv6PqewQ— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Það breytti því ekki að leiknum lauk með 2-1 sigri Inter sem er orðið Ítalíumeistari í 20. skipti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira