Í ár er að finna á dagskrá yfir 100 sýningar, 200 viðburði og eru þátttakendur hátt í 400 talsins.
„Í opnunarhófinu verður tóninn settur fyrir hátíðina framundan, sem í ár býður gesti velkomna í sirkus. Sirkusstemmingin verður því alltumlykjandi með óvæntum uppákomum, stuðtónlist frá FM Belfast DJ setti, glimmeri og gleði.
Hittumst, skálum og marserum svo saman á opnanir og sýningar sem hefjast strax í kjölfarið út um alla borg,“ segir í tilkynningu frá HönnunarMars en dagskrána má nálgast hér.