Segir viðbrögð fjölmiðla til skammar Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 15:00 Erik ten Hag fer yfir málin mðe Bruno Fernandes á Wembley á sunnudaginn. Getty/Richard Heathcote Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur umfjöllun fjölmiðla hafa verið til skammar eftir að liðið sló út B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira