„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:42 Kjartan Atli Kjartansson átti engin svör við sjóðheitri sókn Keflvíkinga í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. „Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
„Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti