Eitruð blanda þegar spilling og skipulagsmál fara saman Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 08:44 Ásdís Hlökk segir nauðsynlegt að kafa dýpra ofan í niðurstöður hennar um spillingu í skipulagsmálum. Vísir/Vilhelm Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar. „Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin. Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira