Sérfræðingarnir ekki sammála og mikil spenna fyrir oddaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:00 Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Haukar og Stjarnan spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi til að spá fyrir um hvernig fer í kvöld. Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira