Upptök eldsins í gömlu kauphöllinni enn ókunn Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 11:26 Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku. Vísir/EPA Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag. Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54