Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 22:48 Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi í dag. AP/Hendrik Schmidt Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti. Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti.
Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11