Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 22:48 Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi í dag. AP/Hendrik Schmidt Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti. Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti.
Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11