„Eins og að fá hníf í bakið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 09:30 Jutta Leerdam hefur unnið mörg verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ein þekktasta skautakona heims er án félags eftir að lið hennar ákvað að hætta samstarfi við hana. Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira