Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 17:42 Björgunarsveitarfólk þurfti í margskona útköll í dag. Landsbjörg Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri
Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira