Svik við þjóðina Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun