Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Sara Sigmundsdóttir endaði ekki sem besta íslenska konan í fjórðungsúrslitunum eins og leit út fyrir í fyrstu heldur datt hún niður í þriðja sætið. Hún nær samt sem betur fer undanúrslitamótinu. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu Sjá meira
Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu Sjá meira