Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 15:30 Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík) Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira