„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:01 Þorvaldur Orri Árnason fagnar sigurkörfunni sinni. S2 Sport Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira