Kielce sigraði þá Chrobry Glogów örugglega. Haukur og félagar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 17-8, og unnu á endanum tólf marka sigur, 34-22.
Kielce vann einvígið, 2-0. Í hinu undanúrslitaeinvíginu leiðir Wisla Plock, 1-0, gegn Górnik Zabrze.
Haukur hefur spilað vel fyrir Kielce að undanförnu og virðist vera kominn á fulla ferð eftir meiðslin erfiðu sem héldu honum svo lengi frá keppni.
Kielce hefur orðið pólskur meistari síðustu ellefu ár.