Ríkisútvarpið greinir frá þessu en mennirnir voru á hlaupum frá vettvangi þegar þeir voru handteknir. Lögreglan var með talsverðan viðbúnað við handtökuna.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort mennirnir hafi komist á brott með einhvern ránsfeng.