Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 21:58 Ólafur Adolfsson er eigandi Reykjavíkurapóteks. Vísir/Friðrik Þór Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur. Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur.
Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira