„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:01 Emma Hayes var langt því frá að vera sátt eftir leik Chelsea og Barcelona. getty/Kieran Cleeves Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið féll úr leik fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira