Meistararnir snöggir að nýta sér liðsmuninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 12:27 Hakan Calhanoglu skoraði bæði mörk Inter gegn Torino. getty/Image Photo Agency Inter varð ítalskur meistari í tuttugasta sinn eftir 1-2 sigur á AC Milan í grannaslag á mánudagskvöldið. Engin meistaraþynnka var í Inter í dag þegar liðið fékk Torino í heimsókn. Staðan var reyndar markalaus í hálfleik en á 49. mínútu fékk Adrien Tameze, leikmaður Torino, rautt spjald, fyrir brot á Henrikh Mkhitaryan. Inter-menn voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 56. mínútu kom Hakan Calhanoglu þeim yfir. Fjórum mínútum síðar skoraði Tyrkinn sitt annað mark úr vítaspyrnu og þar við sat. Þetta var 28. sigur Inter í 34 deildarleikjum á tímabilinu. Strákarnir hans Simones Inzaghi eru með nítján stiga forskot á Milan á toppi deildarinnar. Torino, sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð, er í 10. sæti. Ítalski boltinn
Inter varð ítalskur meistari í tuttugasta sinn eftir 1-2 sigur á AC Milan í grannaslag á mánudagskvöldið. Engin meistaraþynnka var í Inter í dag þegar liðið fékk Torino í heimsókn. Staðan var reyndar markalaus í hálfleik en á 49. mínútu fékk Adrien Tameze, leikmaður Torino, rautt spjald, fyrir brot á Henrikh Mkhitaryan. Inter-menn voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 56. mínútu kom Hakan Calhanoglu þeim yfir. Fjórum mínútum síðar skoraði Tyrkinn sitt annað mark úr vítaspyrnu og þar við sat. Þetta var 28. sigur Inter í 34 deildarleikjum á tímabilinu. Strákarnir hans Simones Inzaghi eru með nítján stiga forskot á Milan á toppi deildarinnar. Torino, sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð, er í 10. sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti