Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 17:16 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,. Visir/ Hulda Margrét Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. „Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira