Þrenna Orra Steins hélt titilvonum FCK á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 18:05 Orri Steinn fagnar einu marka sinna. Anders Kjaerbye/Getty Images Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni. Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira