Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 17:38 Vísir heimsótti Birnu í aðdraganda jóla árið 2017 Vísir/Egill Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin. Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017: Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017:
Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00
Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45