Síðasta æfingin hjá Anníe Mist með bumbubúann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert ótrúlegustu æfingar þrátt fyrir að vera komin næstum því níu mánuði á leið. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft af miklum krafti alla meðgönguna en núna eru liðnir næstum því níu mánuðir og því að koma að stóru stundinni. Anníe á von á strák sem á að koma í heiminn í byrjun maí. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að nú sé komið að því að koma krílinu í heiminn. „Síðasta æfingin mín með bumbubúann. Á næstu æfingu verður hann við hlið mér,“ skrifaði Anníe Mist. Íslenska CrossFit goðsögnin hefur sýnt myndbönd af sér æfa af krafti alla meðgönguna. Þeir sem voru hissa að sjá hana gera hina ýmsu æfingar eins og handahlaup, handstöðu og göngu á höndum þegar hún var komin fimm, sex eða sjö mánuði á leið hafa séð hana halda því áfram á áttunda og níunda mánuði meðgöngunnar. Anníe varð líka að kóróna þetta á lokaæfingunni sinni. „Þetta var þægileg æfing á rafhjólinu en svo varð ég bara að sjá hvort ég þyrfti ekki að koma nokkrum handahlaupum út úr kerfinu,“ skrifaði Anníe og sýndi mynd af sér taka nokkur handahlaup komin næstum því níu mánuði á leið. Það má einnig sjá hana í handstöðu. „Tilfinningaþrunginn dagur en góður dagur,“ skrifaði Anníe. Hún Frederik Ægidius og Freyja Mist bíða nú eftir að drengurinn komi í heiminn. „Síðasti dagurinn þar sem eru bara þrír í fjölskyldunni og við getum ekki beðið eftir því að sjá þann litla,“ skrifaði Anníe. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Anníe á von á strák sem á að koma í heiminn í byrjun maí. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að nú sé komið að því að koma krílinu í heiminn. „Síðasta æfingin mín með bumbubúann. Á næstu æfingu verður hann við hlið mér,“ skrifaði Anníe Mist. Íslenska CrossFit goðsögnin hefur sýnt myndbönd af sér æfa af krafti alla meðgönguna. Þeir sem voru hissa að sjá hana gera hina ýmsu æfingar eins og handahlaup, handstöðu og göngu á höndum þegar hún var komin fimm, sex eða sjö mánuði á leið hafa séð hana halda því áfram á áttunda og níunda mánuði meðgöngunnar. Anníe varð líka að kóróna þetta á lokaæfingunni sinni. „Þetta var þægileg æfing á rafhjólinu en svo varð ég bara að sjá hvort ég þyrfti ekki að koma nokkrum handahlaupum út úr kerfinu,“ skrifaði Anníe og sýndi mynd af sér taka nokkur handahlaup komin næstum því níu mánuði á leið. Það má einnig sjá hana í handstöðu. „Tilfinningaþrunginn dagur en góður dagur,“ skrifaði Anníe. Hún Frederik Ægidius og Freyja Mist bíða nú eftir að drengurinn komi í heiminn. „Síðasti dagurinn þar sem eru bara þrír í fjölskyldunni og við getum ekki beðið eftir því að sjá þann litla,“ skrifaði Anníe. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn