Fótboltafortíð fjölskyldunnar í sviðsljósinu í viðtali DR við Andra Lucas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 09:00 Eiður Smári Guðjohsen með ungum syni sínum þegar Eiður var leikmaður Chelsea. Getty/Matthew Ashton Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni enda kominn með ellefu mörk í deild og úrslitakeppni. Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira