Umboðsmaður krefst skýringa á nýju lögreglumerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 08:12 Umboðsmaður óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem er hvergi að finna í reglugerðum. Umboðsmaður Alþingis hefur sent ríkislögreglustjóra erindi þar sem hann óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem hann segir hvergi að finna í reglugerðum. Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira