Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 12:01 Viktor Bjarki Daðason fagnar hér markinu sínu á móti Valsmönnum í gær. vísir/Anton Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007 Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn