Ólafur og Katrín á RÚV Þorvaldur Logason skrifar 30. apríl 2024 14:00 Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun