Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 18:28 Nýja stjarnan, til vinstri, hefur verið á bílum lögreglunnar frá 2018 en sú gamla, til hægri, verður áfram á einkennisbúningum lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira