Lífið

Rit­höfundurinn Paul Auster er látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Paul Auster lést 77 ára að aldri. Hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005.
Paul Auster lést 77 ára að aldri. Hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005. vísir/vilhelm

Bandaríski rithöfundurinn Paul Auster er látinn 77 ára að aldri. 

Auster lést af völdum lungnakrabbameins á heimili sínu í Brooklyn í New York, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fjölskyldunnar. 

Auster öðlaðist miklar vinsældir fyrir New York þríleik sinn sem hann skrifaði á tíunda áratug síðustu aldar. Ritstíl Auster hefur verið lýst þannig að sögupersónur hans séu alla jafna óáreiðanlegir og að tilviljanir, örlög og lukka ráði för í söguþráðum hans. 

Auk New York þríleiksins skrifaði Auster handrit bíómyndarinnar Smoke sem kom út árið 1995 og naut vinsælda. Alls skrifaði Auster yfir 30 bæk­ur sem voru þýdd­ar á yfir 40 tungu­mál.

Auster varð einnig fyrir áföllum á lífsleiðinni. Í apríl 2022 lést sonur hans Davis úr ofneyslu fíkniefna, en hann hafði tíu mánuðum fyrr verið ákærður fyrir að valda dauða tíu mánaða gamallar dóttur sinnar með því að fara gáleysislega með fíkniefni sem hún innbyrti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×