Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Kári Kristján skoraði sex mörk úr sjö skotum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Sjá meira
Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Sjá meira