Drakk átta bjóra fyrir beina útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:30 Peter Schmeichel og Jadon Sancho virtust hafa gaman af látunum í Jamie Carragher sem var bersýnilega búinn að fá sér nokkra bjóra. Skjáskot/@cbssportsgolazo Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu. Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira