Segir verðlaunafé valda sundrung meðal íþróttafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 16:31 Spretthlauparinn Allyson Felix hefði svo sannarlega rakað inn verðlaunafé á Ólympíuleikum ef það hefði verið í boði þegar hún keppti. Getty/Tim Clayton Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar. Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira