„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 22:03 Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira