Köllum það réttu nafni: Fordóma Derek Terell Allen skrifar 3. maí 2024 10:30 Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun