Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:05 Einhæf baklega getur valdið skerðingum í hálshreyfingum. Vísir/Getty Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist. Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist.
Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira