Baldur í þágu mannúðar og samfélags Anna María Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 17:00 Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun