Hinn 24 ára gamli Norris keyrði McLaren bíl sinn frábærlega á brautinni í Miami og vann sanngjarnan sigur. Hann og samstarfsmenn hans hjá McLaren misstu sig í gleðinni eftir að keppni lauk.
ALL OF THE EMOTIONS 🥹#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/dDTAlbZc4t
— Formula 1 (@F1) May 5, 2024
„Það var kominn tími til, þvílíkur kappakstur. Loksins tókst mér þetta og ég er svo glaður fyrir hönd liðsins mín. Ég er í skýjunum,“ sagði Lando skælbrosandi í viðtali stuttu eftir að kappakstrinum lauk.
Hinn hollenski Verstappen var óvenjulega sáttur þrátt fyrir að lenda í öðru sæti. Hann sagði Norris hafa átt sigurinn skilið.
Years of heartbreaks, near misses, close calls...
— Formula 1 (@F1) May 5, 2024
But today @LandoNorris, you stand on the top step of a Formula 1 podium 🍾#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/XsqwpA3xH6
Norries hefur verið hjá McLaren síðan 2019 og virtist um stund vera að skipta um lið en ákvað að vera áfram. og er sáttur með þá ákvörðun.
„Fólk hafði sínar efasemdir um mig og ég hef gert þónokkur mistök á mínum fimm árum í Formúli 1. En í dag small allt saman svo þessi sigur er fyrir liðið mitt. Ég var áfram hjá McLaren því ég trúði á það sem við vorum að gera og í dag sannaði ég það,“ sagði sigurreifur Norris einnig að kappakstri loknum.