Fimm ára bið á enda hjá Norris Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Lando Norris með sigurverðlaun sín í Miami Vísir/Getty Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra. Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra.
Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira