Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Aníta hefur slegið í gegn með búðinni þar sem hún býður öllum konum upp á fjölbreytt vöruúrval. „Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum. Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“ Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“
Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira