Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 14:54 Erfitt er að tryggja eftirlit með að allir nautgripir séu örugglega úti í átta vikur á sumri. Matvælastofnun telur sig þó geta fylgst með því hvort nautgripir séu yfir höfuð settir eitthvað út á bæjum. Vísir/Vilhelm Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira